Svo ég smellti mér bara í næsta holl!
Núna ákvað ég að gera aðeins öðruvísi stíl
Tómar og hreinar krukkur
málning
penslar
eitthvað til að setja málninguna á
kerti-ef þú ætlar að nota þetta sem kertastjaka.
Fyrsta skref: Mála krukkurnar
Ég fór bara eina umferð á hverja krukku, ég vildi sjá penslaförin og láta ljósið af kertunum koma almennilega fram.
Hérna eru komnar tvær krukkur. Ég notaði akrýl málningu frá Söstrene Grene (ég ætti að fara að fá laun hjá þeim fyrir að minnast svona oft á þær!) og þetta var rooosalega fljótt að þorna
Annað skref: Skreyta krukkurnar
Skrímsli Frankenstein: Ég málaði hár allan hringinn og tvö andlit, sitthvoru megin á krukkunni.
Grasker: Ég gerði líka tvö andlit á graskerið. Ég er alveg að fara að taka graskerin í sátt-í föndri en ekki í mat sko!
Síðan ákvað ég að prufa eitthvað annað og setti því málninguna í plastpoka svo hún myndi ekki þorna.
Svo teiknaði ég skuggamynd af norn á einhvern snepil. Það er líka hægt að prenta út ef fólk treystir sér ekki fríhendis.
Síðan er snepillinn settur ofan í krukkuna (sem var ennþá blaut að innan eins og sjá má)
Svo er bara að teikna myndina eftir myndinni. Það getur verið snúið að gera ráð fyrir kúrvunni á krukkunni. Sjáið hvað nornin á krukkunni er breiðari en þessi á miðanum?
Svo málaði ég. Nornin mín let út eins og önd með hatt! Ég þurfti að lengja nefið svo að það gæti sést hvað þetta væri...
Miðinn á ekki að vera ofan í , ég setti hann bara svo það væri auðveldara að sjá myndina.
Hinu megin gerði ég kött-hvað passar betur við norn en köttur? Já ókei...galdrakústur. Ég fíla ketti betur en hjálpartæki heimilisþifa svo ég valdi það frekar.
Svona er þetta með engum miða
Tada! Rosa flott! Það sést illa á myndinni en nornin varpaði skugga á vegginn.
Og hin hliðin á krukkunum. Ég var ekki alveg sátt við þessa í miðjunni svo að ég breytti henni morguninn eftir (málningin var ekki enn þornuð, vafin í plastpoka)
Ég notaði gula málningu og hreinlega málaði yfir allt heila klabbið!
Svo bara málaði ég myndirnar aftur á. Ég er ekki alveg sátt við þessa norn. Finnst hún ekki nógu flott
En kisi er krúttlegur! Svo þetta reddast allt!
Hvað væri gaman við að föndra ef allt væri fullkomið í fyrsta skiptið? Ekkert.
Hvað væri gaman við að föndra ef allt væri fullkomið í fyrsta skiptið? Ekkert.
Þar til næst
N










































