Það eina sem þarf er:
Krukka
Penni
Jebb. Tveir hlutir og málið er dautt!
Fyrsta skref: taka límmiðann af krukkunni:
Fyrsta skref: taka límmiðann af krukkunni:
Það eru til mörg húsráð við að taka límmiða af krukkum sem innihalda ýmist sítrónur, óhreinsað bensín eða eitthvað annað álíka eitrað. Ég á ekki eitthvað slíkt í hillunum í mínu þvottahúsi svo að ég nota bara heitt vatn. Læt renna heitt vatn á krukkuna og svo nota ég svamp með grófri hlið til að skafa miðann af-og límið fylgir með pappírnum!
Tada! ókeypis og umhverfisvænt!
Annað skref: teikna á krukkuna.
Tada! ókeypis og umhverfisvænt!
Annað skref: teikna á krukkuna.
Ég var ekki með nógu góðan tússpenna í þetta. Ég mæli með gamla góð merkitússnum sem er möst til að merkja pappakassa þegar verið er að flytja.
Við gerðum kónguló og hún var svo rosalega gegnsæ að við máluðum hana með málningu.
Okkur fannst hún frekar líflaus svona svo við grömsuðum eftir gúggílí augum (hvað heitir þetta á Íslensku?) og..
Sjáidda kvikindi! Mikið betra!
Við gerðum bara þrjár krukkur í þessu holli, öll með einhverskonar kóngulóarþema. Síðan er bara að henda kertum ofaní og þá eru komnir þessir flottu kertastjakar!
Ég sé fyrir mér að fylla þetta upp með appelsínugulum skrautsandi, þá fyrst verður þetta Hrekkjavökulegt!
Auðvitað þarf ekkert að gera kóngulær. Okkur langaði bara til þess. Núna safna ég krukkum og hef háleitar hugmyndir um drungalega kastala og skuggamyndir af nornum. Sjáum til hvernig það fer :)
Þangað til næst
N





No comments:
Post a Comment